Mætum á fund í kvöld og spyrjum gagnrýninna spurninga!

 

Mætum á opinn íbúafund á vegum skipulagsdeildar Akureyrarbæjar í Glerárskóla kl. 20:00 í kvöld, 22. apríl.  Þar verður fjallað um deiliskipulagstillöguna fyrir Undirhlíð-Miðholt.

Spyrjum gagnrýninna spurninga og krefjum skipulagsyfirvöld svara!

Undirhlíð-Miðholt

Það eru ótal mörg atriði sem mæla gegn þessari deiliskipulagstillögu. Við þurfum að koma þeim til skila með formlegum, skriflegum athugasemdum. Undirskriftalistinn okkar er ein slík. Nú hafa yfir 200 manns skrifað undir hann. Hver og einn íbúi getur gert margar athugasemdir, eina með hverju atriði. Þið sem hafið skrifað undir getið því bætt við athugasemdum við mörg önnur atriði og sent til skipulagsstjóra fyrir 8. maí n.k.. Í auglýsingu sem fylgir tillögunni segja skipulagsyfirvöld að þögn sé sama og samþykki. Með samtakamætti getum við haft áhrif.

Undirskriftalistinn okkar er á slóðinni:

 http://www.petitiononline.com/undirhl/petition.html

Leiðbeiningar:
1)smella á "click here til sign petition"
2) fylla út reitina:
Name
e-mail (private er sjálfvalið og merkir að netfang kemur hvergi fram)
Kennitala
Póstnúmer
3) smella á "preview signature"
4) smella á "approve signature"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband