Háhýsi á Undirhlíðarreitnum kljúfa Holtahverfið í tvennt!

 

Þau rök hafa komið fram frá aðilanum sem lagði fram deiliskipulagstillöguna að með byggingu háhýsanna tveggja á Undirhlíðarreitnum sé „verið að opna og bæta Holtahverfið“.

Horfið á samsettu myndina hér fyrir neðan. Hún sýnir reitinn svona nokkurn veginn í heild sinni eins og hann lítur út séð frá Stórholti. Húsaröðin í norðurenda reitsins stendur við Miðholt.
Ímyndið ykkur svo tvö 7 hæða háhýsi í forgrunni:

Undirhlíð-Miðholt

Með háhýsunum er ekki verið að opna eitt né neitt í Holtahverfinu. Þvert á móti er einsýnt að byggingarnar mynda
22 metra háan vegg sem ef eitthvað lokar af hverfishluta í Holtahverfinu og klýfur í raun hverfið í tvennt.

Íbúar á Akureyri. Það líður á athugasemdafrestinn. Notum rétt okkar til að gera athugasemdir. Það eru ótal mörg atriði sem mæla gegn þessari deiliskipulagstillögu. Við þurfum að koma þeim til skila með formlegum athugasemdum. Þögn er sama og samþykki segja skipulagsyfirvöld í auglýsingunni. Með samtakamætti getum við haft áhrif.

Munið undirskriftalistann á slóðinni:

 http://www.petitiononline.com/undirhl/petition.html

Leiðbeiningar:
1)smella á "click here til sign petition"
2) fylla út reitina:
Name
e-mail (private er sjálfvalið og merkir að netfang kemur hvergi fram)
Kennitala
Póstnúmer
3) smella á "preview signature"
4) smella á "approve signature"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband