27.3.2008 | 01:30
Hvað gengur bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar til?
Fólk kallar eftir því að byggðin sé þétt en helst ekki nálægt því sjálfu!
Þessi orð viðhafði Sigrún Björk Jakobsdóttir á fundi í bæjarstjórn Akureyrar þann 18. mars s.l. Fleiri komment í svipuðum dúr voru látin falla á fundinum af þeim fulltrúum sem samþykktu að setja deiliskipulagstillögu um Undirhlíðarreitinn í auglýsingu.
Er það vísvitandi gert að láta að því liggja að við, íbúar í nágrenninu, sem höfum mótmælt, viljum ekki láta byggja á reitnum? Ef svo er: Hver er tilgangurinn með slíkum málflutningi?
Við spyrjum vegna þess að viðkomandi bæjarfulltrúar vita betur, þeir hafa fengið margvísleg gögn þar sem fram kemur að málflutningur okkar íbúanna snýst um hæð bygginganna, umfang þeirra og fjölda íbúða.
Í mótmælum okkar til bæjaryfirvalda höfum við sett fram þau rök að hæð fyrirhugaðra fjölbýlishúsa á Undirhlíðarreitnum stríði gegn markmiðum aðalskipulags, þ.e. það skemmi heildarmynd svæðisins að reisa 7 hæða háhýsi á reitnum í þeirri lágreistu byggð sem þarna er fyrir. Þegar hæð húsa er mæld er miðað við að hver hæð sé ca. 3 metrar. Hæð 1-2 hæða húsa myndi þá reiknast ca 3-6 metrar en fjölbýlishúsin verða í það minnsta 22 metra há skv. deiliskipulagstillögunni!!!
Við höfum einnig vakið athygli á hættu á skemmdum á húseignum okkar vegna áhrifa slíkra stórframkvæmda á jarðvatn/grunnvatn sem og bent á verulega aukið umferðarálag vegna þess hversu margar íbúðir er um að ræða.
Í öllum samskiptum sem við höfum átt við bæjarkerfið hefur komið skýrt fram að við höfum aldrei mótmælt því að byggt verði á Undirhlíðarreitnum. Bæjarstýran hefur meira að segja staðfest þann málfultning okkar sjálf. Það gerði hún í bréfi til þeirra sem höfðu mætt þann 14. febrúar í viðtalstíma til hennar og fulltrúa VG. Bréfið sem dagsett er 28. febrúar hafði að geyma greinargerð hennar um það sem fram hafði komið á þessum fundi. Í bréfinu stendur orðrétt:
Hópurinn mótmælti hæð húsanna, en var jákvæður gagnvart lægri íbúðabyggð og þéttingu byggðar á reitnum ... Bæjarráð dags. 29. febrúar 2008 vísar málinu til skipulagsdeildar.
Hér sést svart á hvítu að skilaboðin sem bæjarkerfið hefur fengið frá okkur voru og eru skýr.
Við erum ekki mótfallin þéttingu byggðar í nágrenni við okkur svo fremi sem sú byggð fellur að heildarmynd hverfisins og veldur ekki sigskemmdum á húseignum í nágrenninu. 7 hæða háhýsi í byggð þar sem fyrir eru 1-2 hæða hús er að okkar mati skipulagsslys. Það er lýðræðislegur réttur okkar að óska eftir að fá að hafa áhrif á það hvernig bærinn okkar er skipulagður.
Guðríður Edda Ragnarsdóttir skrifaði athyglisverða grein í Mogga þann 28. febrúar um skipulagsmál í höfuðborginni. Þar stendur á einum stað:
Það má spyrja sig hvort það sem hér stendur eigi ekki líka við um bæjaryfirvöld á Akureyri, hvort þau þurfi ekki aukið aðhald þannig að komið verði í veg fyrir að byggingaverktaki fái að byggja aðrar tvær Baldurshagablokkir og nú á reit þar sem fyrir eru eingöngu lágreist hús upp á eina til tvær hæðir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Facebook
Athugasemdir
Held eftir að hafa fylgst með þessu að bæjarstjórn hefur þegar tekið ákvörðun í málinu. Þó svo þau segji að hér sé um auglýsingu að ræða er allur málflutningur þeirra á þann veg að þessar byggingar eigi að rísa. Það hefur enginn í bæjastjórnarmeirihlutanum talað um að hugsanlega verði tekið tillit til annara sjónarmiða en þess sem ætlar að reisa byggingarnar. Meirihlutinn hefur að sönnu rekið áróður fyrir verktakann og reynir í leiðinni að gera íbúa hverfisins tortryggilaga með röngum málflutningi og gætir þess vandlega að minnast aldrei á sanngjarnar kröfur íbúanna. Og nú er spurt, íhaða umboði vinna bæjarfulltrúar? Vildarvina eða íbúanna?
þorpari (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:51
Því miður held ég það sama og "þorpari" hér fyrir ofan að bæjarstjórn sé búin að taka ákvörðun og hlusti lítið á annað en þá sem vilja byggja á þessum lóðum. Það gefur auganu leið að það er gróðurvænlega að byggja háhýsi en 1 -2 hæða byggingar.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.3.2008 kl. 22:00
Ég er nátturlega lánghræddastur um að ef að þessi fíni frasi um 'þéttíngu byggðar' detti dauður niður á Agureiriz, & það landsvelta smáþorp fari í einhverja landnemandi útrás í norðurátt þá þurfum við þessir smáþorparar í norðurnágrenninu að 'byggðarþétta' okkur til nágrennislandrýmisrýmíngar eftir einhver 4000 ár, miðað við undanfarna íbúafjölgun.
Steingrímur Helgason, 27.3.2008 kl. 23:01