5.4.2008 | 21:00
Stöndum vörð um heildarásýnd Akureyrarbæjar!
Íbúar á Akureyri: Stöndum saman vörð um bæinn okkar og mótmælum háhýsabyggingum á Undirhlíðarreitnum!
Við sem stöndum að samtökunum Öll lífsins gæði? hvetjum alla Akureyringa sem láta sér annt um heildarásýnd Akureyrarbæjar að kynna sér deiliskipulagstillöguna og taka virkan þátt í umræðu um hana. Við trúum því að flestir séu okkur sammála um að háhýsi eigi ekki að vera allsherjar lausnarorð þegar kemur að þéttingu byggðar. Háhýsi mitt inni í lágreistri byggð eins og um ræðir í Holtahverfinu geta ekki með nokkru móti samræmst markmiðum aðalskipulags sem segir um hönnun nýbygginga: Byggingin sé í góðu samræmi við nánasta manngert og náttúrlegt umhverfi, verndi landslagið og taki tillit til þess og falli vel inn í umhverfi og götumynd.
Við hvetjum ykkur til að nota lýðræðislegan rétt ykkar og senda inn athugasemdir við deiliskipulagstillöguna Undirhlíð-Miðholt. Fylgist með síðunni okkar. Við munum halda upp virkri baráttu, safna undirskriftum og aðstoða fólk við að gera athugasemdir ef þess er óskað.
Sendið okkur tölvupóst ef þið viljið fá aðstoð eða koma einhverju á framfæri sem innleggi í bráttuna: akureyri.olg@gmail.com
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook