14.4.2008 | 22:54
Segjum nei við háhýsum við Undirhlíð
Magnús Skúlason arkítekt sagði í Speglinum á RÚV nú fyrir stuttu:
[Með] þéttingu byggðar sem við fundum upp á á árunum milli 78 og 82 áttum við nú við lága þétta byggð yfirleitt inn á milli þess sem búið var að byggja en ekki að verið væri að troða á nágrannanum með of háum húsum eins og verið er að gera í dag þétting byggðar hefur farið algjörlega út í öfgar, hún virðist stefna öll upp í loftið til að fá sem mesta nýtingu út úr reitunum ... Þetta er orðið nokkurs konar skammaryrði þétting byggðar.
Áttu lögheimili á Akureyri og ert mótfallin/n þéttingu byggðar með háhýsum innan um lágreistar byggingar í grónum hverfum? Þá hvetjum við þig til að lesa og skrifa undir athugasemdina/áskorunina sem finna má á slóðinni
http://www.petitiononline.com/undirhl/petition.html
Leiðbeiningar:
1)smella á "click here til sign petition"
2) fylla út reitina:
Name
e-mail (private er sjálfvalið og merkir að netfang kemur hvergi fram)
Kennitala
Póstnúmer
3) smella á "preview signature"
4) smella á "approve signature"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook