23.4.2008 | 16:02
Bæjaryfirvöld: Hugsið í nýjum lausnum!
Á opna íbúafundinum sem haldinn var í gærkvöldi fengust því miður ekki nógu skýr svör við ýmsum þeim spurningum sem á okkur brunnu. Í lokin mátti þó heyra ávæning af því sem koma skal: Lækka um 1-2 hæðir, þá hljóta allir að verða ánægðir lausnin. Það virðist vera að skapast sú hefð í samskiptum skipulagsyfirvalda og íbúa að fyrst ákveða skipulagsyfirvöld þá hæð sem þau telja sig geta staðið á og síðan eru hæðirnar hafðar ca. tveimur hærri í tillögunni sem sett er í auglýsingu. Þar með er búið að smíða lausnina inn í dæmið fyrirfram. Svo verður það niðurstaða yfirvalda að hlustað hafi verið á raddir íbúanna og íbúalýðræðið hafi virkað.
Bæjaryfirvöld! Þetta er ekki það sem málflutningur okkar hefur snúist um. Nú langar okkur að biðja ykkur að hugsa málið dýpra í stað þess að nota þessa útgönguleið! Hugsið um hverfið í heild sinni! Hugsið um markmið aðalskipulags varðandi hönnun nýbygginga í grónum hverfum. Hugsið í nýjum lausnum!Lágreista byggð í takt við umhverfið? Já.
7 hæða, 6 hæða eða 5 hæða hús? Nei takk!
Munið undirskriftalistann á slóðinni:
http://www.petitiononline.com/undirhl/petition.html
Leiðbeiningar:
1)smella á "click here til sign petition"
2) fylla út reitina:
Name
e-mail (private er sjálfvalið og merkir að netfang kemur hvergi fram)
Kennitala
Póstnúmer
3) smella á "preview signature"
4) smella á "approve signature"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook