Við erum rétt að byrja baráttuna!

Fyrr í dag héldum við sem stöndum að samtökunum Öll lífsins gæði? fund í Glerárskóla þar sem við kynntum málflutning okkar og fórum yfir ýmislegt er varðar deiliskipulagstillöguna fyrir Undirhlíð-Miðholt. Það var ánægjulegt að finna að fólk sýnir samtökunum áhuga og vill gjarnan sjá þennan vettvang fyrir umræðu um skipulagsmál vaxa og dafna. Flestir sem tjáðu sig á fundinum höfðu sögur að segja af miður ánægjulegum samskiptum við bæjaryfirvöld og það er alveg ljóst að mikil þörf er fyrir samtök eins og Öll lífsins gæði?.

Við hvetjum þá sem vilja vera með í baráttunni að senda okkur tölvupóst þar um. Við fögnum því að fá sem flesta til liðs við okkur.

Við minnum líka á að hægt er að senda okkur tölvupóst og óska eftir aðstoð við athugasemdagerð við deiliskipulagstillöguna Undirhlíð-Miðholt. Það líður að lokum athugasemdafrests. Hann rennur út þann 8. maí kl. 16.

Við þökkum öllum sem mættu á fundinn kærlega fyrir komuna og hvetjum þá til að hafa samband við okkur í tölvupósti, hvort sem það er til að koma til liðs við okkur eða til að koma einhverju á framfæri sem brennur á þeim. Bloggsíðan okkar er kjörinn vettvangur til að koma slíku að.

akureyri.olg@gmail.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband