10.5.2008 | 18:34
Skipulagsnefnd, skipulagsstjóri, bæjarfulltrúar: Hlustið!
Við, íbúar Akureyrar, kjósum okkar á fjögurra ára fresti fólk til ábyrgðarmikilla starfa fyrir bæjarfélagið. Þess vegna eigum við að geta gert þá kröfu til ykkar bæjarfulltrúa og þeirra sem þið kjósið til að gegna störfum í nefndum að þið kynnið ykkur vel þau málefni sem þið með atkvæðum ykkar takið ákvarðanir um.
Hér fyrir neðan er slóð á útvarpsþátt um skipulagsmál. Hann er mikilvægt innlegg í umræðuna um deiliskipulagstillöguna fyrir Undirhlíð-Miðholt.
Það má segja að ALLT sem fram kemur í þessum þætti eigi að vera ykkur víti til varnaðar. Ef þið takið mark á því sem hér kemur fram þá ættuð þið ekki að þurfa að velkjast í vafa. Deiliskipulagstillagan fyrir Undirhlíð-Miðholt er algjörlega sambærileg við allt sem varað er við í þessum þætti.
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4353303
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Facebook