24.5.2008 | 17:59
Áskorun til skipulagsnefndar og bæjarfulltrúa
Nú er athugasemdafrestur vegna deiliskipulagstillögu fyrir Undirhlíð-Miðholt liðinn og ætla má að skipulagsnefnd og skipulagsdeild séu að fara yfir athugasemdir sem bárust. Það voru 249 einstaklingar sem skrifuðu undir þá kröfu að deiliskipulagstillagan yrði dregin til baka. Hér með ítrekum við þessa kröfu. Við skorum á skipulagsnefnd og bæjarfulltrúa að verða við þeirri kröfu okkar að draga deiliskipulagstillöguna Undirhlíð-Miðholt til baka og vinna nýja deiliskipulagstillögu í samvinnu og sátt við íbúa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Facebook