Fræðandi og áhugavert innlegg í umræðu um skipulagsmál

Fyrr í vetur tók Egill Helgason viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðing. Viðtalið er aðgengilegt á YouTube, í tveimur hlutum. Viðtalið er hvort tveggja í senn afskaplega fræðandi og áhugavert. Eiginlega ætti þetta viðtal að vera skylduáhorf fyrir alla sem hafa ákvörðunarvald í skipulagsmálum borga og bæja. 

Við hvetjum þá sem þetta lesa að horfa á viðtalið, virða fyrir sér myndirnar af austur-evrópsku blokkunum og blokkunum á höfuðborgarsvæðinu sem Sigmundur sýnir og fjallar um í viðtalinu og virða svo fyrir sér þrívíðu skyssurnar af fyririhuguðum blokkarbyggingum á Undirhlíðarreitnum sem við höfum sett inn hér að neðan.

Er það svona sem við viljum þétta byggð á Akureyri? Eru tröllvaxnar blokkarbyggingar, 22 metra háar í það minnsta (og fyrirferðarmiklar í meira lagi á þverveginn) leiðin til að þétta byggð í Holtahverfi, grónu hverfi sem samanstendur af einnar til tveggja hæða húsum?

Við segjum: Nei!

Hluti 1

Hluti 2

Hér fyrir neðan eru þrívíðar skyssur af fyrirhugaðri blokkarbyggingu við Undirhlíð. Tvær slíkar eiga að byggjast þarna hlið við hlið með bílastæði á milli. Því miður fylgdu engar þrívíddarteikningar deiliskipulagstillögunni en við fengum myndir frá skipulagsstjóra (sem þessar eru klipptar út úr) með þeim orðum að þrívíðar myndir sem sýndu betur afstöðu gagnvart byggðinni í kring væru í vinnslu og yrðu aðgengilegar þegar þær væru tilbúnar. Við munum sýna þær hér á síðunni þegar þær verða aðgengilegar.

blokkir1-3d

blokkir2-3d

Hér fyrir neðan eru blokkarteikningarnar úr lofti séð eins og þær eru birtar á forsíðu greinargerðarinnar sem fylgir deiliskipulagstillögunni:

loftmynd2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Þetta eru risavaxin líkneski, púff. Hefur einhver sett fram tölur um hver hugsanlegur hámarksíbúafjöldi gæti orðið í þessum hlutfallslega tröllvöxnu byggingum?

Pétur Björgvin, 29.3.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Öll lífsins gæði?

Takk fyrir innlegg. Þú spyrð um fjölda. Það hefur verið talað um allt að 70 íbúðir. Ef miðað er við 2 í íbúð (í deiliskipulagstillögunni eru kvaðir um aldur 55+). Þá má reikna ca. fjöldann. Risavaxin, tröllvaxin? Já, við erum sammála. Það eru einmitt orðin sem okkur finnst passa best fyrir þennan óskapnað.

Öll lífsins gæði? , 29.3.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Þetta kallar á áfallahjálp - ég sé reyndar fyrir mér að þessar ófreskjur gætu í framtíðinni orðið áðdráttarafl fyrir Lífsinsgæðabæinn, eins og skakki turninn í Písa,,, við hefðu vissulega vinninginn því turnarnir væru tveir og þeir einu í heiminum þar sem lífinu væri lifða á ská.  Annars er ég með hugmynd varðandi þéttingu byggðar sem bæjó og co elska útaf lífinu    ...  byggja fullt af litlum turnum sem pössuðu í garða þeirra sem elska turna. Til dæmis mætti byrja á að smella niður litlum sætum turni í garðinn hjá bæjó,  hitt í garðinn hjá Hjalta kalda sem elskar háhýsi og svo einn af öðurm í garðana hjá bæjarstjórnarliðum  þ.e. þeim sem búa ekki í blokkum.  Annars er ég uppfullur af góðum hugmyndum um turna..  SS þarf bara að lyfta símanum og hringja ... Ein góð sem ég fékk rétt í þessu, þ.e. eftir að ég var búinn að jafna mig eftir þrívíddarmyndina frá skipulagstjóra,  var að í stað þess að byggja turnana uppí loftið að byggja þá langsum. Þannig mætti til dæmis leggja tvo turna á Akureyrarvöll... penthousið gæti verið í beina stefnu á skrifstofu bæjó, svo mætti leggja nokkra turna á milli skemmanna á Krossaneshaganum, mætti jafnvel byggja þá fram á klöppum og hafa nokkrar hæðir útyfir sjóinn... það væri nú þétting byggðar og nýting á rými sem félli í kramið.  Að lokum mætti kannske nefna þá hugmynd við ARKITEKTINN  að byggja turna út í sjó, hluti af þeim gæti verið neðansjávar t.d. svona 100 hæðir og svona slatti fyrir ofan sjávarborð.  Væri til dæmis ekki flott að hafa nokkra fyrir framan hringleikahúsið, útá pollinum, ég sé fyrir mér neðansjávarlýsingu og fleira skemmtilegt.

Pálmi Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 14:16

4 Smámynd: Torfusamtökin

Baráttukveðjur frá Torfusamtökunum.

Torfusamtökin , 30.3.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mjög svo áhugaverður pistill

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.3.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Nei við viljum ekki svona blokkir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Bumba

Ja hérna ég held ég fari nú bara að halla mér. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.3.2008 kl. 22:50

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þetta er ógeðslegt. Helst á ekki að byggja neitt á reitnum. Leyfum sumum svæðum að vera áfram græn. Ef þarf að byggja þarna, byggið þá einbýlishús í stíl við það sem í holtunum. Holtahverfi er einbýlishúsahverfi (ásamt nokkrum raðhúsum) og á að vera það áfram.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 03:44

9 identicon

Þetta er glæsilegt eða hitt þó heldur. Nú er bærinn að byrja  bora rannsóknarholur til að mæla vatn og það er búið að auglýsa skipulagstillöguna.  Er ekki verið að vinna eitthvað í öfugri röð eða er það bara ég sem er svona illa upplýstur? Er ekki betra að klára rannsóknir áður en það er skipulagt, getur einhver svarað því?

þorpari (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband