5.4.2008 | 01:59
Allir að ræða skipulagsmál og alls staðar sama sagan ...
... það er á brattan að sækja fyrir almenning þegar hann reynir að verja sig gegn illa ígrunduðum ákvörðunum yfirvalda í skipulagsmálum sem oftar en ekki virðast setja hagsmuni annarra en íbúanna sjálfra í fyrsta sæti.
Þetta er eitt af því sem Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og leiðsögumaður sem heldur úti bloggsíðu á blog.is bendir á. Hún er hafsjór af fróðleik um skipulagsmál og umhverfismál almennt. Pistlarnir hennar eru í senn fræðandi og beittir. Okkur langar að benda lesendum síðunnar okkar á þennan pistil frá Láru Hönnu. Þó að hann beinist sumpart að borgarmálefnum þá má heimfæra margt í honum upp á þann raunveruleika sem við búum við í skipulagsmálum á Akureyri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:01 | Facebook