Afgreiðsla deiliskipulagstillögunnar Undirhlíð-Miðholt

Uppfært 2. júlí 2008, eftir bæjarstjórnarfund. 

Jæja, þá er meirihluti skipulagsnefndar búinn að leggja blessun sína yfir deiliskipulagstillöguna og bæjarstjórnarmeirihlutinn búinn að samþykkja afgreiðsluna.

Í skipulagsnefnd eru: Jón Ingi Cæsarsson (S) formaður, Ólafur Jónsson (D), Hanna Dögg Maronsdóttir (D), Haraldur Sveinbjörn Helgason (L), Jóhannes Árnason (V). Jóhannes lét bóka að hann greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Atkvæðagreiðslan í bæjarstjórn fór þannig:

Samþykkir voru: Kristján Þór Júlíusson (D), Sigrún Björk Jakobsdóttir (D), Hermann Jón Tómasson (S), Helena Þ. Karlsdóttir (S), Jóhannes Bjarnason (B), Þórarinn B. Jónsson (D), María H. Marinósdóttir (D).

Sigrún Stefánsdóttir (S) sat hjá.

Nei, sögðu: Baldvin Sigurðsson (V),  Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir (V) og Oddur Helgi Halldórsson (L)

Samþykkt meirihlutans á deiliskipulagstillögunni var lokahnykkurinn í þeim einbeitta ásetningi núverandi meirihluta skipulagsnefndar og bæjarstjórnarmeirihlutans að keyra með öllum tiltækum ráðum í gegn ósk verktakans SS byggir að fá að byggja tvö háhýsi á Undirhlíðarreitnum.

Allar tilraunir íbúa til að hafa áhrif á þessa ákvarðanatöku, tilraunir sem staðið hafa í næstum heilt ár, hafa reynst gjörsamlega árangurslausar. Ekkert tillit var tekið til athugasemda yfir 400 íbúa við auglýsta deiliskipulagstillögu, né heldur mótmæla og athugasemda hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis sem fram komu bæði á vinnslustigi tillögunnar og eftir að tillagan var auglýst.

Eitt er það orð sem oft er notað í máli manna um skipulagsmál hér á Akureyri. Þetta er hugtakið verktakalýðræði. Undirhlíðarmálið er rakið dæmi um slíka tegund af lýðræði:

Fyrir tveimur árum sendi verktakinn SS byggir arkítektinn sinn inn í bæjarkerfið með teikningar að tveimur háhýsum með 60 íbúðum, staðsettum við Undirhlíð. Hugmyndirnar og teikningar voru lagðar fram á fundi umhverfisráðs (forvera skipulagsnefndar) 8. mars 2006, í tíð meirihluta D og B. Til að háhýsahugmyndin gæti gengið upp þurfti að „lagfæra“ aðalskipulagið sem þá var í lokavinnslu eftir athugasemdaferli. „Lagfæringin“ fólst í stækkun þéttingarreitsins þannig að hann næði að Undirhlíð og auka þurfti þéttleika byggðarinnar úr 5 einbýlishúsum í u.þ.b. 60 íbúðir. Þessi "lagfæring" var gerð án nokkurs samráðs við hverfisnefnd eða íbúa. Verktakinn tók svo til við að útfæra háhýsahugmyndina nánar og nú tveimur árum síðar hefur hann fengið allt sem hann bað um en óskir fleiri hundruð íbúa um aðra húsagerð sem félli betur að umhverfi reitsins voru hunsaðar með öllu.   

Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá athugasemdina í 11 liðum sem gerð var við deiliskipulagstillöguna, undirrituð af 249 einstaklingum þá fylgir hún í viðhengi með þessari færslu.

Svör við athugasemdum, m.a. þessum 11 liðum má sjá hér 

Niðurstaða: Íbúalýðræðið á Akureyri er sýndarlýðræði. Verktakalýðræðið sem einkenndi vinnubrögð fyrri meirihluta (D og B) er enn við lýði þó að seinni lista-bókstafurinn hafi breyst úr B í S.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áskorun til skipulagsnefndar og bæjarfulltrúa

 

 

Nú er athugasemdafrestur vegna deiliskipulagstillögu fyrir Undirhlíð-Miðholt liðinn og ætla má að skipulagsnefnd og skipulagsdeild séu að fara yfir athugasemdir sem bárust. Það voru 249 einstaklingar sem skrifuðu undir þá kröfu að deiliskipulagstillagan yrði dregin til baka. Hér með ítrekum við þessa kröfu. Við skorum á skipulagsnefnd og bæjarfulltrúa að verða við þeirri kröfu okkar að draga deiliskipulagstillöguna Undirhlíð-Miðholt til baka og vinna nýja deiliskipulagstillögu í samvinnu og sátt við íbúa.


Skipulagsnefnd, skipulagsstjóri, bæjarfulltrúar: Hlustið!

Við, íbúar Akureyrar, kjósum okkar á fjögurra ára fresti fólk til ábyrgðarmikilla starfa fyrir bæjarfélagið. Þess vegna eigum við að geta gert þá kröfu til ykkar bæjarfulltrúa og þeirra sem þið kjósið til að gegna störfum í nefndum að þið kynnið ykkur vel þau málefni sem þið með atkvæðum ykkar takið ákvarðanir um.

Hér fyrir neðan er slóð á útvarpsþátt um skipulagsmál. Hann er mikilvægt innlegg í umræðuna um deiliskipulagstillöguna fyrir Undirhlíð-Miðholt. 

Það má segja að ALLT sem fram kemur í þessum þætti eigi að vera ykkur víti til varnaðar. Ef þið takið mark á því sem hér kemur fram þá ættuð þið ekki að þurfa að velkjast í vafa. Deiliskipulagstillagan fyrir Undirhlíð-Miðholt er algjörlega sambærileg við allt sem varað er við í þessum þætti.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4353303


Búið er að afhenda mótmælin og nú er bara að bíða og vona

Hermann Jón tók við undirskriftarlistum en á netinu skrifuðu undir 259 Akureyringar.  Á mótmælalista sem gengið var með í hús skrifuðu 249 Akureyringar.  Eitthvað var um að sömu aðilar væru að skrifa undir á báðum stöðum enda um mismunandi mótmæli.

Við viljum þakka öllum sem skrifuðu undir mótmælin og hjálpuðu okkur.

Baráttukveðjur, "Öll lífsins gæði?"

 Undirhlíð-Miðholt


Við erum rétt að byrja baráttuna!

Fyrr í dag héldum við sem stöndum að samtökunum Öll lífsins gæði? fund í Glerárskóla þar sem við kynntum málflutning okkar og fórum yfir ýmislegt er varðar deiliskipulagstillöguna fyrir Undirhlíð-Miðholt. Það var ánægjulegt að finna að fólk sýnir samtökunum áhuga og vill gjarnan sjá þennan vettvang fyrir umræðu um skipulagsmál vaxa og dafna. Flestir sem tjáðu sig á fundinum höfðu sögur að segja af miður ánægjulegum samskiptum við bæjaryfirvöld og það er alveg ljóst að mikil þörf er fyrir samtök eins og Öll lífsins gæði?.

Við hvetjum þá sem vilja vera með í baráttunni að senda okkur tölvupóst þar um. Við fögnum því að fá sem flesta til liðs við okkur.

Við minnum líka á að hægt er að senda okkur tölvupóst og óska eftir aðstoð við athugasemdagerð við deiliskipulagstillöguna Undirhlíð-Miðholt. Það líður að lokum athugasemdafrests. Hann rennur út þann 8. maí kl. 16.

Við þökkum öllum sem mættu á fundinn kærlega fyrir komuna og hvetjum þá til að hafa samband við okkur í tölvupósti, hvort sem það er til að koma til liðs við okkur eða til að koma einhverju á framfæri sem brennur á þeim. Bloggsíðan okkar er kjörinn vettvangur til að koma slíku að.

akureyri.olg@gmail.com

 


Bæjaryfirvöld: Hugsið í nýjum lausnum!

Undirhlíð-Miðholt

Á opna íbúafundinum sem haldinn var í gærkvöldi fengust því miður ekki nógu skýr svör við ýmsum þeim spurningum sem á okkur brunnu. Í lokin mátti þó heyra ávæning af því sem koma skal: „Lækka um 1-2 hæðir, þá hljóta allir að verða ánægðir“ lausnin. Það virðist vera að skapast sú hefð í samskiptum skipulagsyfirvalda og íbúa að fyrst ákveða skipulagsyfirvöld þá hæð sem þau telja sig geta staðið á og síðan eru hæðirnar hafðar ca. tveimur hærri í tillögunni sem sett er í auglýsingu. Þar með er búið að smíða lausnina inn í dæmið fyrirfram. Svo verður það niðurstaða yfirvalda að „hlustað“ hafi verið á raddir íbúanna og íbúalýðræðið hafi virkað. 

Bæjaryfirvöld! Þetta er ekki það sem málflutningur okkar hefur snúist um. Nú langar okkur að biðja ykkur að hugsa málið dýpra í stað þess að nota þessa útgönguleið! Hugsið um hverfið í heild sinni! Hugsið um markmið aðalskipulags varðandi hönnun nýbygginga í grónum hverfum. Hugsið í nýjum lausnum! 
Lágreista byggð í takt við umhverfið? Já.
7 hæða, 6 hæða eða 5 hæða hús? Nei takk!

Munið undirskriftalistann á slóðinni:

 http://www.petitiononline.com/undirhl/petition.html

Leiðbeiningar:
1)smella á "click here til sign petition"
2) fylla út reitina:
Name
e-mail (private er sjálfvalið og merkir að netfang kemur hvergi fram)
Kennitala
Póstnúmer
3) smella á "preview signature"
4) smella á "approve signature"


Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal

Samtökin Öll lífsins gæði? eru grasrótarsamtök og hafa þann tilgang að gera íbúalýðræðið á Akureyri virkara en verið hefur. Samtökin snúast því ekki eingöngu um baráttu gegn háhýsabyggingum við Undirhlíð heldur viljum við að samtökin geti orðið vettvangur fyrir öll málefni sem snúa að skipulagi Akureyrarbæjar og þarfnast ígrundunar og umræðu.

Við okkur hefur haft samband formaður Hestamannafélagsins Léttis, Ásta M. Ásmundsdóttir og vakið athygli á því að í dag, 23. apríl  kl. 16:00 rennur út frestur til að gera athugasemd við deiliskipulag fyrir akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal.

Þótt stuttur tími sé til stefnu hvetjum við ykkur sem þetta lesið og búið á Akureyri að kynna ykkur gögnin á heimasíðu Akureyrarbæjar, tillögur í kynningu og senda inn athugasemd ef þið sjáið vankanta á þessu deiliskipulagi.

Hér fyrir neðan er texti bréfsins sem Ásta sendi okkur og gaf hún leyfi fyrir birtingu hans orðrétt. Ef þið viljið fá frekari upplýsingar hjá henni er netfangið hennar asta@matis.is

Sæl
 
Mig langar að vekja athygli ykkar á tillögu að deiliskipulagi í Glerárdal sem gerir ráð fyrir allsherjar akstursgerði sem samanstendur  af æfingarbrautum fyrir unglinga og hinn almenna bæjarbúa, kennslubrautum fyrir ökukennara, æfingarbrautum fyrir lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir.  Ennfremur keppnis- og æfingasvæði í akstursíþróttum sem samanstendur af spyrnubraut, Go-Kart braut, rally-krossbraut auk þess torfærukeppnissvæði.. 
Ofar er áætlað að koma fyrir mótorkross brautum KKA,  þar fyrir ofan er skotsvæði Skotfélagsins.
 
Tillagan er í auglýsingu núna og er frestur til þess að skila inn athugasemdum til kl. 16.00 á morgun [í dag] 23. apríl.  Verið er að skipuleggja mjög hávaðasama og mengandi starfsemi við útivistarsvæði Glerárdals og liggur svæðið að verndarsvæði Glerár.  Hávaði (áætlaður) mun víða fara yfir þau mörk sem reglugerð leyfir um útivistarsvæði.  Önnur mengun frá svæðinu s.s. olíu- og rykmengun hefur ekki verið metin.
Hestamenn sem eru með mikla starfsemi og fjárfestingar á svæðinu hafa barist gegn þessum hugmyndum lengi.  Allar upplýsingar um skipulagi er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar en ég sendi hér umsögn Umhverfisstofnunar og fleiri aðila sem segja í stuttu máli mikið um hversu óvarlega er farið í þessari tillögugerð og hvaða hagsmunir verða fyrir borð bornir.
 
kveðja
 
Ásta M. Ásmundsdóttir formaður hestamannafélagsins Léttis  


Mætum á fund í kvöld og spyrjum gagnrýninna spurninga!

 

Mætum á opinn íbúafund á vegum skipulagsdeildar Akureyrarbæjar í Glerárskóla kl. 20:00 í kvöld, 22. apríl.  Þar verður fjallað um deiliskipulagstillöguna fyrir Undirhlíð-Miðholt.

Spyrjum gagnrýninna spurninga og krefjum skipulagsyfirvöld svara!

Undirhlíð-Miðholt

Það eru ótal mörg atriði sem mæla gegn þessari deiliskipulagstillögu. Við þurfum að koma þeim til skila með formlegum, skriflegum athugasemdum. Undirskriftalistinn okkar er ein slík. Nú hafa yfir 200 manns skrifað undir hann. Hver og einn íbúi getur gert margar athugasemdir, eina með hverju atriði. Þið sem hafið skrifað undir getið því bætt við athugasemdum við mörg önnur atriði og sent til skipulagsstjóra fyrir 8. maí n.k.. Í auglýsingu sem fylgir tillögunni segja skipulagsyfirvöld að þögn sé sama og samþykki. Með samtakamætti getum við haft áhrif.

Undirskriftalistinn okkar er á slóðinni:

 http://www.petitiononline.com/undirhl/petition.html

Leiðbeiningar:
1)smella á "click here til sign petition"
2) fylla út reitina:
Name
e-mail (private er sjálfvalið og merkir að netfang kemur hvergi fram)
Kennitala
Póstnúmer
3) smella á "preview signature"
4) smella á "approve signature"


Háhýsi á Undirhlíðarreitnum kljúfa Holtahverfið í tvennt!

 

Þau rök hafa komið fram frá aðilanum sem lagði fram deiliskipulagstillöguna að með byggingu háhýsanna tveggja á Undirhlíðarreitnum sé „verið að opna og bæta Holtahverfið“.

Horfið á samsettu myndina hér fyrir neðan. Hún sýnir reitinn svona nokkurn veginn í heild sinni eins og hann lítur út séð frá Stórholti. Húsaröðin í norðurenda reitsins stendur við Miðholt.
Ímyndið ykkur svo tvö 7 hæða háhýsi í forgrunni:

Undirhlíð-Miðholt

Með háhýsunum er ekki verið að opna eitt né neitt í Holtahverfinu. Þvert á móti er einsýnt að byggingarnar mynda
22 metra háan vegg sem ef eitthvað lokar af hverfishluta í Holtahverfinu og klýfur í raun hverfið í tvennt.

Íbúar á Akureyri. Það líður á athugasemdafrestinn. Notum rétt okkar til að gera athugasemdir. Það eru ótal mörg atriði sem mæla gegn þessari deiliskipulagstillögu. Við þurfum að koma þeim til skila með formlegum athugasemdum. Þögn er sama og samþykki segja skipulagsyfirvöld í auglýsingunni. Með samtakamætti getum við haft áhrif.

Munið undirskriftalistann á slóðinni:

 http://www.petitiononline.com/undirhl/petition.html

Leiðbeiningar:
1)smella á "click here til sign petition"
2) fylla út reitina:
Name
e-mail (private er sjálfvalið og merkir að netfang kemur hvergi fram)
Kennitala
Póstnúmer
3) smella á "preview signature"
4) smella á "approve signature"


Undirskriftasöfnun í fullum gangi

Undirhlíðarreitur - norðvestur 

Við sem stöndum að samtökunum Öll lífsins gæði?  finnum að mikill meirihluti þeirra sem látið hafa í ljós álit sitt á byggingu háhýsa við Undirhlíð er andvígur byggingu þeirra.

 

 

 

 

Undirhlíðarreitur - norðurVið hvetjum alla sem þetta lesa og ekki hafa skrifað undir undirskriftalistann sem er í gangi að smella á slóðina hér fyrir neðan, lesa athugasemdina/áskorunina til skipulags- og bæjaryfirvalda og skrifa undir ef þeir vilja taka þátt. Góðar leiðbeiningar um undirskriftaferlið fylgja með hér fyrir neðan:

 

 

 

http://www.petitiononline.com/undirhl/petition.html

 Leiðbeiningar:

1)smella á "click here til sign petition"
2) fylla út reitina:
Name
e-mail (private er sjálfvalið og merkir að netfang kemur hvergi fram)
Kennitala
Póstnúmer
3) smella á "preview signature"
4) smella á "approve signature"


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband