Þegar fram kemur verktaki sem vill byggja!

Þau eru athyglisverð rökin sem bæjarstýra Akureyrar setur fram í Mogganum 20. mars sl. fyrir því að samþykkja að setja í auglýsingu deiliskipulagstillögu frá SS-byggir sem vill reisa tvö sjö hæða háhýsi með samtals 70 íbúðum til að þétta byggð þar sem fyrir eru 1-2 hæða hús. 

Vitnað er í hana í fréttinni þar sem hún segir: „Þegar fram kemur verktaki sem vill byggja og segir að það sé hægt - og að íbúðirnar séu mjög eftirsóttar - er sjálfsagt að skoða það“  

Við spyrjum: Eru þetta rök? Á byggingaverktaki að fá að byggja hvað sem er algjörlega óháð heildarmynd hverfisins, bara af því að hann vill byggja á þessu svæði? Við spyrjum líka um framboð og eftirspurn: Hvaða byggingaverktaki reynir ekki að sýna fram á eftirspurn eftir byggingunum þegar tilvist fyrirtækisins veltur á því að hann geti haldið áfram að byggja og selja? Á hverju byggist rekstur byggingaverktaka svona almennt séð ef ekki því að byggja sem mest og selja sem mest?

Eru skilaboðin til okkar sem verðum þolendur þessa gjörnings þau að í hugum fulltrúa D, S og B sem samþykktu deiliskipulagstillögu verktakans vegi rök verktakans þyngra heldur en rök hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis og okkar íbúanna, til að mynda þau rök okkar að:

  • Háhýsi í byggð þar sem fyrir eru 1-2 hæða hús samræmast ekki markmiðum í núverandi Aðalskipulagi Akureyrar þar sem segir að nýbyggingar í eldri hverfum skuli falla vel inn í þá götumynd/bæjarmynd sem fyrir er.
  • Háhýsin byrgja útsýni og varpa skugga á nærliggjandi hús og skerða þar með lífsgæði íbúa í næsta nágrenni.
  • Gríðarleg umferðaraukning verður um svæðið með tilkomu háhýsa. Henni fylgir aukin loft- og hávaðamengun sem er ærin fyrir.
  • Stórhýsin takmarka mjög möguleika til uppbyggingar útivistarsvæðis á reitnum.
  • Um mikið mýrarsvæði er að ræða á þessum reit. Slíkar stórframkvæmdir og þurrkun þeim samfara geta valdið sigskemmdum á húseignum íbúanna í kring.

Fréttin í Mogga 20. mars

Moggi200308


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Kristjánsson

Ég er Akureyringur sem býr fyrir sunnan og ég vildi nú bara segja að þetta er brjálæði að byggja blokkir þarna. Þetta er fallegt svæði og ég bjó í þessu hverfi þegar ég var lítill. Ég segi að Akureyringar eiga að standa saman og mótmæla þessu.

Kv. Benedikt Kristjánsson

Benedikt Kristjánsson, 21.3.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held áfram að fylgjast með ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 01:13

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins hjá þessari skipulagsnemd bæjarins. Það er eins og enginn grænn blettur megi vera, og dritað er niður byggingum á ólíklegustu stöðum. Ég er algjörlega á móti því að á þessu svæði rísi háhýsi. Ég er íbúi í Hlíðarhverfi, þar eru börnin mín alinn upp og grænu svæðin voru þeirra leikvöllur. Er ekki alltaf verið að auglýsa bæinn okkar sem fjölskylduvænan bæ, en þurfum við ekki að hafa góð græn svæði fyrir börnin?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.3.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins hjá þessari skipulagsnefnd, er ekki komið nóg af vitleysunum og má enginn grænn blettur sjást í okkar bæ, svo ekki sé farið að ráðskast með hann. Er nóg að eitthvert byggingar fyrirtæki sjái sér leik á borði og vilji leifi til að byggja þar. Á bara að leyfa það og skiptir vilji  íbúanna engu máli?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.3.2008 kl. 11:32

5 identicon

Ég er svo hjartanlega sammála ykkur Benedikt og Ólöf.

Við sem stöndum að þessum samtökum um betra skipulag á Akureyri gerum okkur vonir um að fá til liðs við okkur fólk hvar sem það býr sem lætur sig varða heildarmynd Akureyrarbæjar. Við trúum því að það sé fólk úti um allan bæ sem og annars staðar á landinu (t.d. brottfluttir Akureyringar) sem vill fá að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn í heild vex og þróast, hvort sem það er í nærumhverfi þess eða öðru hverfi. Við hvetjum alla Akureyringa til að koma til liðs við okkur og gera athugasemdir við þessa deiliskipulagstillögu þegar hún fer í kynningu nú á næstunni. Við munum leyfa fólki að fylgjast með hér á síðunni sem og víðar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 15:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband