Háhýsaþróunin á Akureyri er tímaskekkja

Undanfarna mánuði hefur umræða um háhýsi verið talsvert áberandi og hefur þar ýmislegt áhugavert komið fram. Í umræðunni hefur m.a. verið bent á að bygging háhýsa hafi byrjað með módernismanum kringum 1930 og almennt sé verið að hverfa frá þessum byggingarstíl í Evrópu. Bent hefur verið á margvíslegar neikvæðar afleiðingar slíkrar byggðar, t.d þær að háhýsi krefjist mikils rýmis fyrir bíla og kalli með því yfir íbúa á þeim svæðum þar sem þau eru staðsett bæði mikið álag af völdum umferðar og loftmengun. Annað sem varað hefur verið við eru veðurfarsleg áhrif, þ.e. hættan af því að háhýsabyggingar magni upp vinda í nágrenninu.

Arkítektinn Guja Dögg Hauksdóttir lýsir þessu vel í viðtali sem birtist við hana í 24 stundum 19. febrúar s.l. Hennar niðurstaða er sú að slíkar háhýsabyggingar séu ekki hagkvæmur kostur að velja fyrir þá sem hafa það verkefni að skipuleggja byggð.

Bæjaryfirvöld: Að þétta byggð með háhýsum eins og stendur til að gera á Undirhlíðarreitnum er ekki bara skipulagsslys í þeirri merkingu að þau skemma heildarsvip hverfisins heldur eru þessi tvö háhýsi með tilheyrandi bílageymslu líka tímaskekkja!

Hér er viðtalið við Guju í 24 stundum sem vísað er í hér að ofan:

hahysi-24st-190208


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Pálsson

Já þeir ætla enn og aftur að byggja "fyrir" eldri borgara Akureyrar dýrustu íbúðir sem seldar eru á Akureyri.  Baldurshagi og Millan eru með dýrustu íbúðum á Akureyri.  Svo er eins og alltaf þegar kemur að því að fá samþykki bæjaryfirvalda fyrir löngu "búið að selja allar íbúðirnar" og "rosalega margir sem vilja búa á þessu svæði".  Svo er nú fyndið að lesa að byggingaraðilinn ber ábyrgð ef nærliggjandi hús síga eða skemmast.  Ég tel að ábyrgð verktakans á nærliggjandi húsum hljóti bara að gilda á meðan á byggingu stendur því um leið og hann er búinn að selja hlýtur ábyrgðin að færast yfir á eigendur eða bæinn.    

Við höldum áfram að berjast gegn þessu skrýmsli það er ljóst.......

Valdimar Pálsson, 24.3.2008 kl. 08:53

2 identicon

Ég frétti af því að orðið „lóðarhafi“ var sett þarna einhvers staðar inn í pappíra sem geyma þessa deiliskipulagstillögu.

Hver er „lóðarhafi“ þegar byggingarverktakinn er búinn að byggja og selja? Varla byggingarverktakinn. Hverjir eru þá eftir? Akureyrarbær? Eða 70 íbúðaeigendur?

Gangi þetta deiliskipulag eftir sitjum við íbúarnir í nágrenninu hver fyrir sig uppi með það að þurfa í fyrsta lagi að láta matsmenn taka út eignirnar okkar áður en bygging hefst, með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur og svo ef við sitjum uppi með skemmdir á húsunum okkar, sem hugsanlega gætu komið fram löngu eftir að byggingu lýkur, þurfum við að fara í mál við "lóðarhafa", sem hugsanlega eru allir 70 íbúðaeigendurnir, aftur með tilheyrandi kostnaði.

Spurningin er: Er einhver að reyna að skjóta sér undan ábyrgð varðandi skemmdir á eignunum okkar með því að vísa á „lóðarhafa“?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Akureyri er smábær. Nú byrgist einhver upp. En málið er að það er akkúrat það sem er svo frábært við Akureyri. Bærinn er nógu smágerður til að vera mannlegur. Blokkir erlendis þróuðust vegna skorts á landrými og fólksfjölda. Eru reyndar miklu eldri en frá 1930. Ég bý á 16. hæð í blokk byggðri upp úr 1915-1920, sem reyndar virkar ágætlega að sumu leyti. En reynslan af blokkum er afar misjöfn, þær eru líklegri til að virka vel í milljónasamfélagi en í þorpi eða bæ úti á landi og eiga einfaldlega ekkert erindi í kauptúnin eða á Akureyri, í því formi og stærð sem þær eru byggðar í dag.

Ólafur Þórðarson, 24.3.2008 kl. 14:25

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Bæjaryfirvöld taka engum röksemdum....hvað þarf eiginlega til svo þeir sjái þessa vitleysu???

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:27

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Er hægt að koma upp einhverjum undirskriftarlista á netinu þannig að við sem erum fjarri en stendur þó ekki á sama um bæinn okkar getum hjálpað til við að stoppa þetta?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.3.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Öll lífsins gæði?

Takk fyrir viðbröðg öllsömul.

Hrafnhildur: Það sem við teljum að þurfi til er samtakamáttur þar sem ekki bara þeir sem búa í næsta nágrenni við fyrirhugaðar blokkir heldur ALLIR Akureyringar láta sig varða heildarskipulag bæjarins og vilja hafa áhrif á hvernig byggðin hér þróast. Við trúum því ekki að óreyndu að Akureyringar séu sammála verktakanum sem stendur að Undirhlíðarblokkabyggingum að það eigi að byggja sem mest upp í loftið, óháð því umhverfi sem fyrir er.

veffari: Tökum heilshugar undir með þér. Við búum ekki í milljónasamfélagi og það er fáránlegt að líta á blokkarleiðina sem einu leiðina til að þétta byggð á Akureyri. Það verður að taka mið að því umhverfi sem fyrir er.

Kristín: Takk fyrir stuðninginn. Það er verið að vinna í því máli.

Öll lífsins gæði? , 25.3.2008 kl. 17:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband